Orkumálinn 2024

Engin Norræna í vikunni

Ferjan Norræna kemur ekki til Seyðisfjarðar þessa vikuna þar sem skipið er í viðgerð eftir að hafa orðið vélarvana á leiðinni til Danmerkur á laugardag.

Samkvæmt áætlun hefði Norræna átt að koma til Seyðisfjarðar í fyrramálið og vera þar til miðvikudagskvölds en ekkert verður af Íslandsferðinni að þessu sinni.

Önnur vél Norrænu bilaði á leiðinni til Hirtshals á laugardagsmorgun. Að lokum var skipið dregið til hafnar og kom þar um klukkan ellefu að staðartíma, tæpum 14 tímum á eftir áætlun.

Um miðjan dag í gær sigldi Norræna yfir til Landskrona í Svíþjóð þar sem skipið fer í slipp. Gert er ráð fyrir að hún fari þaðan á morgun og sigli þá beint til Færeyja og verði þar seint á miðvikudagskvöld eða snemma á fimmtudagsmorgun.

Vegna þessa fellur ferð skipsins til Íslands niður þessa vikuna en skipið verður aftur á áætlun í næstu viku. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að haft verði samband við alla farþega sem áttu bókað far frá Íslandi í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.