Engin ákvörðun enn um framtíð Englandsflugs

Engin ákvörðun liggur enn fyrir um ákvörðun beins flugs milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar. Síðasta ferðin var farin um helgina.


„Við erum að skoða hagkvæmni flugsins næsta ár en við höfum ekki enn komist að neinni niðurstöðu,“ segir Clive Stacey, eigandi bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem stendur að baki fluginu.

Þegar tilkynnt var um flugið síðasta haust var gert ráð fyrir 36 ferðum í sumar og möguleika á flugi seinni part vetrar. Vegna dræmrar sölu var ferðunum fækkað í níu og því óvíst um framhaldið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.