Engihlíðarbúið afurðahæsta austfirska mjólkurbúið

Félagsbúið Engihlíð í Vopnafirði var afurðahæsta mjólkurbúið á Austurlandi á síðasta ári og það fjórða hæsta yfir landið.


Þetta kemur fram í samantekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem birtist í nýja tölublaði Bændablaðsins.

Meðalnyt á hverja kú á búinu voru 7.834 kg sem gerir það að fjórða afurðahæsta búi landsins en árskýr voru þar 55,7 talsins. Hæst var Gautsstaður á Svalbarðsströnd þar sem meðalnytin voru 8.308 kg.

Tvær kýr að austan komast á lista yfir 45 afurðahæstu kúnna á landsvísu. Kýr númer 1570 frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá er í 30. sæti en hún skilaði 11.269 kg á síðasta ári. Kýr númer 718 á Innri-Kleif í Breiðdal er níu sætum neðar og skilaði 11.059 kg.

Á Austurlandi voru 23 kúabú í fyrra og alls 1.304 kýr á skýrslu. Meðalnyt þeirra voru 5.848 kg.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.