Orkumálinn 2024

Endurskoða niðurfellingu af vegaskrá eftir mótmæli

Vegagerðin hefur ákveðið að endurskoða niðurfellingu Hleinargarðsvegar af vegaskrá eftir mótmæli bæjarstjórn Fljótsdalshérað. Bæjarfulltrúar sögðu ákvörðunina minna á atriði úr gamanþáttum.

Vegagerðin ákvað fyrir skemmstu að fella veginn af vegaskrá, en hann hefur flokkast undir héraðsvegi sem eru samkvæmt vegalögum vegir sem liggja að býlum eða starfrækslu atvinnufyrirtækja.

Vegagerðin taldi rétt að fella veginn af vegaskrá þar sem ekki er lengur einstaklingar með lögheimili á býlinu. Isavia gerði hins vegar athugasemd við gjörninginn þar sem félagið rekur þar móttökubúnað fyrir leiðsöguþjónustu við flug.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs bókaði mótmæli við ákvörðunina og bæjarfulltrúar voru hvassyrtir í umræðum.

„Stundum lýður mér eins og við séum að horfa á gamanþætti um skrifstofulýð sem voru vinsælir á tímabili eins og The Office eða Parks & Recreation þar sem ég skil ekki fyrirkomulagið á þessum málum hjá Vegagerðinni.

Akkúrat þegar búið er að kaupa jörðina og allir vita að það á að framkvæmda stekkur Vegagerðin til og ætlar að fella veginn út af vegaskrá. Ég hef ekki alltaf verið ánægður með vinnubrögð Vegagerðarinnar en ég skil ekki hvernig menn fara af því að vinna hlutina svona vitleysislega,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, oddviti minnihluta Framsóknarflokks.

Árni Kristinsson, Héraðslista, tók í sama streng. „Einhvern tíman verð ég kannski það stór og þroskaður að ég skilji sumt af því sem Vegagerðin er að gera.“

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur ákvörðunin verið tekin til nánari athugunar. Möguleiki sé á að henni verði breytt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.