„Búin að vera ævintýralega góð veiði“

Köstin sem loðnuveiðiskipin fá þessa dagana eru með þeim stærstu sem menn muna eftir. Loðnan er sömuleiðis með fallegra móti.


„Við fengum 1000 tonn í fyrsta kasti í síðasta túr og 1200 tonn því næsta. Þetta er ævintýralega góð veiði. Það eru allir bátarnir að fá stór köst,“ segir Sigurður Jóhannesson, fyrsti stýrimaður á Beiti NK.

Ekki er óalgegnt að eitt og eitt 1000 tonna kast náist á loðnuveiði en fátíðara að þau séu hvert á eftir öðru.

Beitir var eftir hádegið á siglingu úti fyrir Hornafirði á leiðinni á miðin en loðnuveiðiskipin eru á veiðinni á Meðallandsbugt. „Menn eru alveg þétt en ekkert hver ofan í öðrum. Þetta eru orðnir það fáir bátar.“

Börkur fór frá Neskaupstað í morgun eftir að hafa verið sólarhring við löndum. „Það var landað beint í vinnslu. Svo var sleppt um leið og síðasta paddan fór,“ segir Sigurður.

Ekki er nóg með að vel veiðist heldur loðnan líka vel út. „Hún er mjög falleg. Þetta er með stærri loðnu sem maður hefur tekið þátt í að veiða.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.