Orkumálinn 2024

Bruninn eftirminnilegastur

„Alcoa Fjarðaál hefur fyrst og fremst fært okkur störf, en austfirskt samfélag þurfti svo sannarlega á þeim að halda,“ segir Smári Geirsson, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, í viðtali við þáttinn Að austan á N4, í tilefni tíu ára rekstrarafmæli fyrirtækisins.


Smári, sem sjálfur barðist mikið fyrir tilkomu álversins á sínum starfsferli, segist hugsa til þess með skelfingu hvernig hefði farið fyrir sjávarbyggðum Austurlands hefði álverið ekki tekið til starfa.

Hann segir tilkoma álversins hafa breytt samfélaginu á margan hátt, til að mynda með auknum fólksflutningum austur sem skilaði hærra menntunarstigi. Byggingarframkvæmdir hófust, fasteignaverð hækkaði, þjónusta jókst og atvinnulífið varð fjölbreyttara.

Bruninn eftirminnilegastur
María Kristmundsdóttir, ABS-sérfræðingur hjá Fjarðaáli og Elías Jónsson, leiðtogi hjá Fjarðaáli, hafa bæði starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Þau eru sammála um að síðastliðin tíu ár hafi verið sérstaklega lærdómsrík og skemmtileg. Bæði nefna þau brunann í afriðli álversins árið 2010 sem eftirminnilegasta atvikið á starfsferlinum.

Ljósmynd: Hilmar Sigurbjörnsson. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.