Orkumálinn 2024

Borgfirðingar taka málin í eigin hendur: Vegvísar settir upp um Hróarstungu

Sett hafa verið upp skilti sem vísa veginn til Borgarfjarðar um Hróarstungu frá Jökulsárbrúnni á Heiðarenda. Ekki fæst uppgefið hverjir voru að verki við uppsetningu skiltana en það mun vera algengt að ferðamenn villist á leið til Borgarfjarðar um Tunguna.


Þegar komið er að norðan um þjóðveg 1 og ferðinni heitið á Borgarfjörð eystra er hægt að beygja við Jökulsárbrúnna á Heiðarenda og fara um Hróarstungu og Lagarfossveg yfir á Borgarfjarðarveg í Hjaltastaðaþinghá. Þetta styttir leiðina um um það bil 30 kílómetra, þannig þarf vegfraandi ekki að taka krók inn í Egilsstaði og út Eiðaþinghá. Beygjan hefur þó ekki verið merkt á þjóveginum og ekki hafa heldur verið vegvísar á leiðinni sem gefa til kynna að beygja eigi yfir á Lagarfossveg.

Jón Þórðarson sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps segist ekki geta svarað þvi hverjir hafi sett upp skiltin. Hann segir þó Borgfirðinga langþreytta á samskiptum við Vegagerðina sem hafi ekki viljað setja upp vegvísa til að beina fólki um leiðina. Hann segist þekkja mjög mörg dæmi um að ferðamenn á leið til Borgarfjarðar hafi lent í Húsey og leitað þar logandi ljósi að lunda.

Jón segir Vegagerðina ekki hafa viljað setja upp vegvísa vegna þess að vegurnn sé torfarinn. „Það eru ekki góð rök þegar skýrar merkingar beina fólki um Hellisheiði á Vopnafjörð, það er nú síst þægilegri vegur.“ segir Jón.

Skiltin eru alls þrjú, það fyrsta við Jökulsárbrúna þar sem beygt er af þjóðvegi 1, annað við gatnamótin Húsey – Lagarfoss og þriðja nær Lagarfossvirkjun.

 

skilti2

 

skilti3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.