Bók Kristborgar Bóelar beint í efsta sætið

Bókin 261 dagur, fyrsta bók austfirska rithöfundarins Kristborgar Bóelar Steindórsdóttur, fór beint í efsta sæti metsölulista Eymundsson vikuna sem hún kom út.

Tvær vikur eru síðan bókin kom út en nýr metsölulisti Eymundsson var kynntur um nýliðna helgi. Þar trónir bókin á toppnum yfir mest seldu bækur landsins.

Bókin byggir á dagbókarskrifum Kristborgar í kjölfar skilnaðar hennar við seinni barnsföður sinn haustið 2015 og er gefin út af Bókabeitunni.

Kristborg Bóel er einnig starfandi blaðamaður hjá Austurglugganum/Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.