„Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag“

Blóðbankinn er á leiðinni austur og verður með blóðsöfnun á Egilsstöðum í dag og á Reyðarfirði á morgun og miðvikudag.



Móttaka verður á heilsugæslunni á Egilsstöðum í dag, milli klukkan 11:00 og 16:00 og á heilsugæslu Alcoa Fjarðaáls á morgun þriðjudag, milli klukkan 8:30 og 18:00 sem og á miðvikudaginn milli klukkan 8:30 og 14:30.



„Blóðgjöf er lífgjöf“

„Allir heilsuhraustir á aldrinum 18 til 65 ára geta gerst blóðgjafar. Við fyrstu komu er þó einungis tekið blóðsýni, mældur púls- og blóðþrýstingur auk þess að yfirfara heilsufarssögu,“ segir Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Fjarðaáli.

„Það skiptir Blóðbankann afar miklu máli að stækka blóðgjafahópinn sinn, en bankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag. Áhuginn hér í Alcoa er mjög mikill og margir sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar en hafa ekki tök á því að fara suður til þess að gefa blóð. Þetta er því frábært framtak hjá Blóðbankanum að fara um landið og safna.“

Svanbjörg segir að konur megi gefa blóð á fjögurra mánaða fresti og karlmenn á þriggja mánaða fresti. „Þetta er ekkert mál og gerir okkur bara gott, fyrir utan þá staðreynda að blóðgjöf er lífgjöf, má líta á það sem góðverk dagins.“

Svana vill hvetja alla til þess að velta þessum möguleika fyrir sér, en hvetur jafnframt til þess að panta tíma í síma 843-7691, þar sem morgundagurinn er orðinn þétt setinn, en þegar þetta er skrifað voru sjö tímar lausir. Á miðvikudaginn er meira laust og ekki þarf að panta tíma milli klukkan 11:00 og 14:30 á miðvikudaginn, bara mæta.

Hér er heimasíða Blóðbankans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.