Bíll brann á Jökudal

Fólksbifreið gjöreyðilagðist eftir að eldur kom upp í henni á þjóðveginum um Jökuldal á sjötta tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki.

Kona með tvö börn var í bílnum og kom hún sér og börnunum út þegar hún sá hvað var að gerast. 

Atvikið átti sér stað skammt innan við Hofteig og var konan á leiðinni frá Akureyri til Egilsstaða. Útkall barst um klukkan hálf sex og var slökkvilið komið á staðinn um hálftíma síðar.

Vel gekk að slökkva eldinn en bíllinn er gjörónýtur enda varð eldurinn mikill á stuttum tíma.

Hringvegurinn var lokaður í um 20 mínútur meðan eldurinn var sem mestur. Hann var síðan opnaður aftur og gengur umferð um Jökuldalinn eðlilega enda búið að fjarlægja bílinn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.