Orkumálinn 2024

Bilaður jarðstrengur talin orsök rafmagnsleysis á Breiðdalsvík

Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálf þrjú í dag. Bilun í jarðstreng er talin orsökin.


Um klukkan fimm fengust þær upplýsingar hjá bilanavakt Rarik að vísbendingar hefðu fundist um að jarðstrengur við aðveitustöðina á Ormsstöðum í Breiðdal væri bilaður.

Töluvert verk getur verið að finna bilanir í jarðstrengjum en þá þarf að mæla út hvar nákvæmlega bilunin er.

Viðgerð hefst þegar nákvæm staðsetning bilunarinnar hefur fengist staðfest. Búast má við að hún taki einhverja klukkutíma.

Rafmagnsleysið hefur haft nokkur áhrif á atvinnulífið á Breiðdalsvík þar sem hótel, verslanir og höfnin treysta á rafmagn við starfsemi sína.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.