Bæjarfulltrúar í efstu sætunum hjá Framsókn í Fjarðabyggð

Bæjarfulltrúarnir Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir skipa efstu sætin hjá Framsóknarflokkunum í Fjarðabyggð. Framboðslisti flokksins var samþykktur á félagsfundi á fimmtudag.

Jón Björn Hákonarson, oddviti listans, segist í tilkynningu vera afar þakklátur og stoltur af því að fá að leiða listann til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi.

„Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða lista frambjóðenda Framsóknar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum í okkar góða sveitarfélagi.

Styrkleikar Fjarðabyggðar eru fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öllum sviðum, sterkt atvinnulíf og fjölskylduvænt samfélag sem við þurfum að hlúa að og efla enn frekar.

Þá er ég mjög ánægður með að á listanum sitja frambjóðendur úr öllum sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggðar með fjölbreytta reynslu sem vilja leggja hönd á plóg og vinna að því að gera gott samfélag enn betra“.

Flokkurinn fékk þrjá fulltrúa kjörna í síðustu kosningum. Einn þeirra, Eiður Ragnarsson, flutti úr sveitarfélaginu á kjörtímabilinu og tók Hulda Sigrún sæti hans.

Eftirtaldin skipa framboðslista Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð:

1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Neskaupstað.
2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari hjá HSA, Reyðarfirði.
3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari, Fáskrúðsfirði.
4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði.
5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri, Reyðarfirði.
6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki, Breiðdalsvík.
7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir, Eskifirði.
8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði.
9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi, Breiðdalsvík.
10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði.
11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður, Fáskrúðsfirði.
12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi, Neskaupstað.
13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi, Breiðdalsvík.
14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður, Fáskrúðsfirði.
15. Þórhallur Árnason, varðstjóri, Eskifirði.
16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi, Neskaupstað.
17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds, Eskifirði.
18. B. Guðmundur Bjarnason, verkstjóri, Reyðarfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.