Austurlandsvinur gerði verðlaunatillögu að aðstöðu við Hengifoss

Norska arkitektastofan Zis As fékk fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni fyrir aðstöðu ferðamenn við Hengifoss. Sama stofa átti einnig verðlaunahönnun að aðstöðuhúsi fyrir Stórurð sem vígt var á Vatnsskarði í haust.


Að baki stofunni standa hjónin Eirik Rønning Andersen og Sigríður Anna Eggertsdóttir en þau búa í Noregi. Þegar Eirik kom austur í haust til að taka þátt í vígsluathöfninni á Vatnsskarðinu notaði hann ferðina til að skjótast upp að Hengifossi.

Fljótsdalshreppur efndi í haust til samkeppni um aðstöðu fyrir ferðamenn við Hengifoss. Stærsta mannvirkið er aðstöðuhús en einnig var gert ráð fyrir að arkitektarnir skiluðu inn útliti að hvíldar- og útsýnisstöðum, hliðum og merkingum.

Í lýsingu arkitektanna segir að í útirýminu við þjónustubygginguna sé vísað til hvilftarinnar sem Hengifoss hafi grafið í landslagið.

Í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé „frumleg og með fágað yfirbragð sem fellur vel að umhverfinu. Hún svarar mjög vel kröfum keppnislýsingar.

Byggingin myndar áhugavert aðstöðurými utandyra sem er aðgreint frá bílastæðum. Stækkunarmöguleiki er skýr og skapar eðlilegt framhald af byggingunni. Starfsmannarými í byggingunni er takmarkað og þarfnast skoðunar.

Lausnir á merkingum, hvíldarstöðum og brúm eru einfaldar en vel útfærðar.“

Fljótsdalshreppur tilnefndir Þórhall Pálsson, arkitekt og Steingrím Karlsson, ferðaþjónustubónda í dómnefndina en Björg Guðmundsson var fulltrúi Arkitektafélags Íslands. Helga Guðjónsdóttir var trúnaðarmaður og Skúli Björn Gunnarsson ritari dómnefndar. Dómnefndin var einhuga um niðurstöðuna.

Nánari útfærslu á tillögunni sem og aðrar tillögur sem bárust í keppnina má sjá hér.

hengifoss honnun web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.