Orkumálinn 2024

Aurflóð lenti á húsum á Seyðisfirði

Aurflóð sem féll Þófalæk á Seyðisfirði í nótt lenti á tveimur húsum. Annað þeirra er talsvert skemmt. Lækurinn er þekktur skriðufarvegur.


„Þetta er mannskæðasti Íslandssögunnar. Það koma reglulega skriður þarna niður,“ segir Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður hjá Veðurstofu Íslands á Seyðisfirði.

„Vegleg spýja“ kom niður farveginn á milli klukkan 11 í gærkvöldi og 3 í nótt, skammt utan við gistiheimilið Norðursíld. Spýjan tók veginn út með firðinum í sundur en honum hafði þá þegar verið lokað vegna skriðuhættu.

Skriðan átti upptök sín ofarlega í fjallinu, upp undir Strandartindi og flutti með sér stór björg. Hún lenti á tveimur húsum, öðru mannlausu íbúðarhúsi, hinu skemmu sem virðist hafa skemmst talsvert.

Árið 1950 fórst móðir og fjögur börn hennar þegar skriða úr farveginum lenti á húsi þeirra stóð ofan við veginn.

Fleiri minni skriður féllu út með firðingum að sunnanverðu í vatnsveðrinu í gær. Seint í gærkvöldi dró úr rigningunni og síðan hefur sjatnað í ám og lækjum á Seyðisfirði. Bæjarstarfsmenn voru í morgun að laga veginn þar sem skriðan féll.

Bjarki telur mestu skriðuhættuna að baki en áfram verði fylgst með. „Við höfum augun á fjallinu. Það gætu komið spýjur.“

Mynd frá í gærkvöldi: Birkir Friðriksson
Myndir frá í morgun: Bjarki Borgþórsson. Fleiri myndir og nánari lýsingu má lesa hjá Veðurstofu Íslands

thofalaekur sfk juni17 web

thofalaekur sfk juni17 web 2

thofalaekur sfk juni17 web 3

thofalaekur sfk juni17 web 4

thofalaekur sfk juni17 web 5

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.