Átta sækjast eftir stöðu upplýsingafulltrúa

Átta einstaklingar sóttu um starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en fresturinn rann út 12. maí síðastliðinn.

 

Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins. Hann starfar á stjórnsýslu- og þjónustusviði og vinnur m.a. að stefnumörkun og þróunarstarfi á sviðinu.

Í auglýsingu er gerð krafa um menntun sem nýtist í starfi, reynslu af upplýsinga- og kynningarmálum og framúrskarandi samstarfs-, skipulags- og samskiptahæfileikar.

Birgir Jónsson, fráfarandi upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, tók við starfinu við Helgu Guðrúnu Jónsdóttur síðastliðin áramót en hefur verið ráðinn skólastjóri Eskifjarðarskóla frá og með næsta skólaári.

Eftirtaldir sóttu um:

Benóný Harðarson, ráðgjafi.

Björgvin Valur Guðmundsson, leiðbeinandi grunnskóla

Hilmar Þór Hafsteinsson, grunnskólakennari

Jens Einarsson, verkstjóri

Páll Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri

Rosileide Gomes Costa, kerfisstjóri

Steinunn Steinþórsdóttir, leiðbeinandi leikskóla

Þórður Vilberg Guðmundsson, þjónustufulltrúi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.