Arngrímur Viðar efstur Austfirðinga á lista Bjartrar framtíðar

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði, skipar þriðja sæti lista Bjartrar framtíðar fyrir komandi þingkosningar.


Stjórn flokksins samþykkti í gær sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum.

Fyrsta sæti listans skipar Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur hjá Félagi einstæðra foreldra er í öðru sæti, Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum er fjórði, Jónas Björgvin Sigurbergsson nemi er fimmti og Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu er fimmta. Þau eru öll búsett á Akureyri.

Flokkurinn á einn þingmann í kjördæminu, Brynhildi Pétursdóttur, sem gaf það út í sumar að hún gæti ekki kost á sér til endurkjörs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.