Orkumálinn 2024

Ákærður fyrir að falsa númer á eftirvagni

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært ríflega þrítugan karlmann fyrir skjalafals með að setja nýja númeraplötu á eftirvagn. Nokkrar skrautlegar ákærur vegna umferðarlagabrota hafa verið gefnar út af lögreglustjóranum að undanförnu.

Brotið átti sér stað síðasta haust. Maðurinn sótti óskráðan eftirvagn á Seyðisfjörð, setti þar á hann nýja númeraplötu og keyrði yfir Fjarðarheiði. Ferð hans var stöðvuð skömmu áður en hann kom í Egilsstaði.

Þá hefur annar karlmaður verið ákærður fyrir að keyra ölvaður upp malarveg að snjóflóðavarnargörðunum í Neskaupstað án nægilegrar aðgæslu.

Á leiðinni niður aftur missti maðurinn stjórn á bifreiðinni þannig hún valt. Farþegi í aftursæti viðbeinsbrotnaði í veltunni.

Þriðji maðurinn er svo ákærður fyrir að hafa sex sinnum keyrt ölvaður undanfarið hálft ár og sviptur ökuréttindum, þar af fimm á fjórum stöðum á Austurlandi. Í eitt skiptið var hann á 104 km/klst hraða á 50 km svæði í útjaðri Reyðarfjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.