Áhyggjur af hraðaakstri í Norðfjarðargöngum

Starfsmenn sem enn eru að störfum í Norðfjarðargöngum verða fyrir óþægindum af hraðaakstri í göngunum. Til skoðunar er að loka göngunum tímabundið ef ekki hægist á umferðinni.

Þótt göngin hafi verið opnuð á laugardag er enn nokkur vinna eftir í þeim og verður unnið í þeim næstu tvær vikur. Í þessari viku verða steypt gólf í neyðarrýmin en þeir sem starfa við það eru í vandræðum vegna umferðarhraða.

„Hraðinn í göngunum gífurlegur. Alverstir eru flutningabílarnir. Þeir keyra flestir því miður á útslættinum fram hjá strákunum,“ er haft eftir fulltrúa verktaka í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Merkingar hafa verið settar upp en áhrif þeirra virðast lítil. Ákveðið hafi verið að fresta ekki opnun ganganna enn frekar þótt vitað væri að umferð gæti þýtt erfiðleika við ákveðin verk.

Á móti þurfi umburðarlyndi bílstjóra. „Göngin flýta mjög ferð vöruflutningabíla þó að þeir slái aðeins af. Ef hraðinn minnkar ekki erum við neyddir til þess að huga að tímabundnum lokunum til að vernda starfsmenn, en ég vona að ekki komi til þess,“ segir Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni.

Mynd: Jens Einarsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.