4G samband eflt á Austfjörðum

Bæði Síminn og Vodafone hafa að undanförnu eflt 4G samband sitt á Austfjörðum. Vodafone setti upp nýjan sendi við Vopnafjörð og Síminn hefur uppfært senda sína í 4G+.


Vodafone kom upp 4G í búnaði sendi sínum ofan við kauptúnið í Vopnafirðinum í síðustu viku. Sendirinn þjónar kauptúninu á Tanga og sveitabæjum sem hafa sjónlínu að bænum.

Í tilkynningu Vodafone segir að Vopnfirðingar njóti nú allt að átta sinnum hraðari gagnahraða en áður. Fyrir var langdrægur 4G sendir á Gunnólfsvíkurfjalli sem þjónaði Finnafirði, Þistilfirði og miðunum í kring.

Síminn hefur einnig eflt sitt net. Í vor var komið upp 4G+ sendi við álverið á Reyðarfirði og þar á eftir Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Brekku í Fljótsdal sem þjónar Atlavík og Hallormsstað.

Í samvinnu við Ericsson er verið að færa 4G kerfi símans í 4G+. „Þróun á farsímaneti Símans hefur verið hröð en fyrstu 4G sendarnir náðu 100 Mb/s. Nú styðja allir 150 Mb/s hraða, sumir allt að 225 Mb/s og hafnar eru prófanir á sendum sem ná allt að 300 megabitum hjá Símanum,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.