Búið að slátra sýktu gripunum á Egilsstöðum


egilsstadabylid.jpg
Búið er að lóga þeim nautgripum sem greindust með smitandi barkabólgu á Egilsstaðabúinu í haust. Líkur eru taldar á að sjúkdómurinn hafi þar með verið upprættur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér fyrir helgi. Sjúkdómurinn fannst við hefðbundið eftirlit síðasta haust. Við nánari rannsóknir kom í ljós að 34 kýr höfðu smitast á Egilsstöðum og ein á Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Leitað var að sjúkdómnum um allt land en ekki fundust vísbendingar um hann annars staðar.

Hinum sýktu gripum hefur nú öllum verið lógað. Að auki er búið að taka blóðsýni úr 178 nautgripum eldri en sex mánaða á Egilsstaðabúinu. 

Ekki fundust mótefni gegn sýkingunni í þeim gripum. Næst verða tekin blóðsýni eftir 5 mánuði á „Egilsstöðum og Fljótsbakka en þangað fór ein smituð kýr frá Egilsstöðum.

Ef ekki mælast mótefni gegn smitandi barkabólgu í sýnum má gera ráð fyrir að sýkingunni hafi verið útrýmt úr íslenska nautgripastofninum. Þangað til sú niðurstaða liggur fyrir eru þó hömlur á flutningi á dýrum frá þessum búum,“ segir í tilkynningu MAST.

„Matvælastofnun vonast til að hægt verði að staðfesta í sýnatöku í sumar að sjúkdómnum hafi verið útrýmt.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.