Orkumálinn 2024

Ferðaþjónustan í vaskinn: Ógnvekjandi fyrir suma að innheimta skatt

maggi jons soffia eydis kpmg nov15Sérfræðingur segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um virðisaukaskatt vaxa mörgum í augum. Breytingin snertir einkum aðila í ferðaþjónustu sem til þessa hafa undanþegnir virðisaukaskattinum.

„Þetta er ein mesta breyting sem orðið hefur á virðisaukaskattskerfinu síðan það var tekið árið 1990," segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir af skatta- og lögfræðisviði KPMG.

Hún var framsögumaður á opnum fundi sem KPMG hélt um yfirvofandi breytingar á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

Stór hluti ferðaþjónustunnar, einkum gististaðir, er þegar inni í kerfinu. Hinn hlutinn er að fara inn og það vex mörgum í augum.

„Virðisaukaskattinum fylgir meiri festa og agi á öllu bókhaldi. Það verið að innheimta vörsluskatta fyrri ríkissjóð. Það þarf að gera það rétt og sumir finnst það ógnvekjandi því þeir þekkja það ekki."

Soffía Eydís minnir á að stór hluti íslensks atvinnulífs sé þegar inni í kerfinu og hafi gengið vel. Mikilvægast sé að hafa ákveðnar grunnreglur á hreinu.

Hún segir líka að reglubreytingin jafni aðstöðuna þar sem flest fyrirtæki verði eftir hana í sama umhverfinu. „Þar með veita menn hverjir öðrum aðhald, það er ekki sama hvernig reikningarnir eru gerðir."

Þá ætti líka að verða úr sögunni óvissa um hverjir séu skattskyldir og hverjir ekki. Til þessa hafa til dæmis hópferðir með leiðsögn verið undanþegnar vaski þar sem þær hafi verið flokkaðar sem fólksflutningar.

Leiðsögn sé hins vegar skattskyld og það sem meira er að hún er í efra skattþrepi, 24%. Því hafi ekki allir áttað sig á. „Það hefur ýmislegt verið innheimt án vasks sem hefði átt að vera með en menn hafa einhverra hluta vegna komist upp með það."

Soffía Eydís segir líka mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar átti sig á að ekki sé að sérsníða reglur fyrir þá heldur gangi þeir inn í það regluverk sem aðrar atvinnugreinar hafi lifað í um árabil. Þrepaskipting geti reynst einhverjum torskilin þar sem ferðaskrifstofur geti lent í því að selja ferðir í fjórum mismunandi skattþrepum

Hún segist helst hafa áhyggjur af því að atvinnurekendur séu værukærir og verði ekki tilbúnir þegar komi að fyrsta gjalddaga.

„Ég hef pínu áhyggjur af að menn séu værukærir. Þeir verða að vera búnir að gera breytingar á bókhaldinu fyrir 1. janúar, ekki þegar kemur að fyrsta gjalddaga þann 5. apríl.

Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt og í henni er fólk með ólíkan bakgrunn. Menn verða að vera meðvitaðir um hvað þeir þurfa að gera og að þeir þurfi ekki að gera allt sjálfir heldur leita til síns bókara eða annars sem þeir treysta."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.