„Kjöraðstæður til skrifa og útgáfu á Austurlandi"

bokstafur"Það eru náttúrulega allir og amma þeirra á Austurlandi búnir að gefa út bók á árinu," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bókstafs, en árviss bókavaka verður í Safnahúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Þar verða kynntar nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra, en alls eru 14 bækur komnar á listann yfir austfirska útgáfu í ár. 

Úrgáfa ársins er mikil, bæði frumsamið og þýðingar.

Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson, koma og kynna bók sína Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu, Sigga Lára og Silla kynna útgáfu Bókstafs, bæði þýðingar og ljóðabækurnar eftir Lubba klettaskáld og Urði Snædal, Smári Geirsson kemur og segir frá stórhvalaveiðum við Ísland, Sigþrúður Sigurðardóttir les upp úr ljóðabók móður sinnar Jónbjargar Eyjólfsdóttur. 

„Bókavakan í Safnahúsinu er árviss viðburður á Egilsstöðum fyrir jólin. Þar eru allar bækur sem gefnar eru út á Austurlandi, skrifaðar, þýddar eða tengjast Austurlandi að einhverju leyti. Við hjá Bókstaf ætlum náttúrulega að gera okkur breiðar þarna með alla okkar titla.

Austfirst útgáfa er líklega meiri en hún hefur verið undanfarin ár, enda munar aðeins um það þegar eitt forlag ryðst allt í einu fram með sex titla á einu ári. Ég held að bröltið í okkur, bæði hjá Bókstaf og eins Stafkrók - Ritsmiðju Austurlands, ætti að skila sér í aukinni útgáfustarfsemi á Austurlandi á næstu árum. Enda eru á Austurlandi kjöraðstæður til skrifa og útgáfu. Það er eitthvað með friðinn sem fylgir dreifbýlinu og ófærðinni," segir Sigríður Lára.

Bókavakan verður á milli 17:00 og 19:00 í dag. Aðgangur er ókeypis, kaffi á könnunni og allir velkomnir.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.