Hefur þú eitthvað að segja um þjóðdansa eða súrsun matvæla?

menningararfur á austurlandiÓáþreyfanlegur menningararfur verður á dagskrá þriggja umræðu- og kynningarfunda sem haldnir verða á Austurlandi næstu daga og verður sá fyrsti á Vopnafirði í dag.

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins.

Markmið þeirra er að;

• koma af stað umræðu um menningarerfðir.
• fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda.
• leita eftir upplýsingum um félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða.
• kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

Fundatímar verða sem hér segir:

• Vopnafjörður - Sambúð salur eldri borgara, fimmtudaginn klukkan 16:15 (fésbókarviðburður)
• Reyðarfjörður - Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1, föstudaginn klukkan 16:00 (fésbókarviðburður)
• Egilsstaðir - Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, laugardaginn 28. nóvember klukkan 13:00 (fésbókarviðburður)

Fundastjóri verður Dr. Guðrún Ingimundardóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.