Orkumálinn 2024

ISAVIA: Egilsstaðaflugvöllur er tilbúinn

bjorn oli isavia okt15 cropBjörn Óli Hauksson, forstjóri ISAVIA, segir að Egilsstaðaflugvöllur og starfsmenn hans geti leikandi tekið á móti áætluðu flugi milli Egilsstaða og Lundúna næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku.

„Egilsstaðaflugvöllur er tilbúinn og alltaf verið tilbúinn," sagði Björn Óli í samtali við Austurfrétt.

„Völlurinn er hannaður og byggður upp til að taka á móti svona vélum, meira að segja miklu stærri og fleiri í einu. Við kippum okkur ekkert upp við að fá eina vél tvisvar í viku.

Húsið er tilbúið, flugvöllurinn er fyrir utan, starfsfólkið er þjálfað og búið að endurnýja snjóruðningstæki og slökkviflota."

Frekar er að flugið valdi álagi á öðrum stöðum, til dæmis lögreglu og tollgæslu en þar sem farþegarnir koma frá Bretlandi sem er utan Schengen-samstarfsins þarf að halda uppi vegabréfaeftirliti.

Aukist umferðin áfram gæti þurft að kanna aðstæður í kringum flugvöllinn, stækka bílastæði og aðstöður fyrir hópferðabíla.

„Það að taka á móti vélinni sjálfri, láta hana lenda, koma farþegum og farangri inn er ekkert mál. Gátin er opin."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.