Orkumálinn 2024

Hvernig virkar Lundúnaflugið?

beint flug tilkynnt 0048 webFerðaskrifstofan Discover the World kynnti í dag formlega áætlun sína um að fljúga tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Gatwick flugvallar við London næsta sumar. Um leið var undirritað samkomulag við ferðaþjónustufyrirtækin Tanna Travel og Fjallasýn um þjónustu við ferðamenn og sölu á flugmiðum innanlands.

Fyrsta flugið verður farið laugardaginn 28. maí og það síðasta laugardaginn 24. september en flogið verður alla laugardaga og miðvikudaga þar á milli.

Farið er í loftið frá Egilsstöðum klukkan 13:10 og lent á Gatwick klukkan 16:55 að staðartíma. Vélin staldrar þar stutt við og fer aftur í loftið klukkan 19:00 og lendir á Egilsstöðum klukkan 20:55 sama kvöld.

Flogið verður með Boeing 737-700 frá AirBaltic þannig að ferðir þeirra eru í raun lengri. Vélarnar fljúga milli Riga í Lettlandi og Keflavíkur þannig að í boði verður einnig flug á milli Egilsstaða og Keflavíkur.

Farið er úr Keflavík klukkan 11:10 að morgni og lent á Egilsstöðum klukkustund síðar. Um kvöldið fer vélin frá Egilsstöðum klukkan 21:55 og lendir í Keflavík 22:55.

Hægt verður að kaupa einungis miða þá leið. Í samtali við Austurfrétt í dag sagði Clive Stacey, eigandi Discover the World, að engan vegin væri ætlunin að fara í samkeppni í innanlandsflugi enda flugið aðeins í boði tvisvar í viku.

Ætlunin sé að bjóða upp á fleiri valkosti, til dæmis fyrir Austfirðinga sem vilji fljúga beint til Keflavíkur og hugsanlega nýta sér þaðan Ameríkuflug eða gefa ferðamönnum kost á tíu tíma stoppi á Austurlandi sem hluta af alþjóðlegri flugleið. Á þessum tíma megi fara í styttri ferðir frá Egilsstöðum, til dæmis á Mývatn.

Farið fram og til baka kostar 74 þúsund krónur. Verði miðar lausir skömmu fyrir brottför verða í boði sérstök ungmennafargjöld.

Hægt verður að breyta nafni á bókuðum farmiða, sem er fremur sjaldgæft og kostar það 10% af flugverði. Börn tveggja ára og yngri fljúga frítt, miðinn fyrir 2-12 ára kostar 50% af fullu verði og 90% af 13-19 ára. Farangur er innifalinn í gjaldi.

Tanni Travel mun annast sölu á fluginu til Austfirðinga og þar á að vera hægt að byrja að bóka ferðir. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að selja í ferðirnar í Bretlandi innan mánaðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.