Orkumálinn 2024

"Verður auðvelt að auka framleiðsluna til muna"

Tandraberg brettasmidja10Ný brettasmiðja Tandrabergs ehf. er að rísa á hafnarsvæðinu í Neskaupstað og áætlað er að starfsemi hefjist í henni um næstu mánaðarmót.

Framkvæmdir við nýbygginguna hófust í febrúar þegar grafið var fyrir húsinu en eiginlegar byggingaframkvæmdir í apríl. Húsið sjálft sem er 600 fermetrar að stærð er risið en nú er unnið að uppsetningu vélbúnaðar í brettasmiðjunni.

Að sögn Einars B. Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Tandrabergs, er mikil þörf fyrir þessa nýju brettasmiðju. „Við höfum verið að framleiða 60.000 bretti á ári en með tilkomu brettasmiðjunnar verður framleiðslan vélvædd og því auðveldari í alla staði. Að jafnaði munu starfa þrír starfsmenn í nýju smiðjunni og ráðgert er að þeir geti framleitt allt að 600 bretti á dag – en þá er aðeins miðað við að unnið sé í dagvinnu," sagði Einar.

Ítalskar vélar verða notaðar við framleiðsluna. „Maður frá framleiðandanum er staddur í Neskaupstað þessa dagana og stjórnar hann uppsetningu þeirra. Þessar vélar eru fullkomnar og verður auðvelt að auka framleiðsluna til muna, jafnvel þrefalda hana, með einföldum aðgerðum. Það bendir allt til þess að í náinni framtíð muni eftirspurn eftir brettum aukast verulega.

Við höfum verið að þjóna viðskiptavinum allt suður að Djúpavogi en Síldarvinnslan er langstærsti einstaki brettanotandinn og hefur keypt af okkur um 80% af framleiðslunni á undanförnum árum," sagði Einar.
Tandraberg brettasmidja10
Tandraberg brettasmidja1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.