701 Hotels semja um kaup á Hallormsstaðarskóla

hallormsstadarskoli mai13Samkvæmt Þráni Lárussyni, stjórnarformanni 701 Hotels ehf., hefur fyrirtækið undirritað samkomulag við Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp um kaup á byggingum Hallormsstaðarskóla. Samkvæmt Þráni er ætlunin sú að nýta skólabyggingarnar til þess að stækka Hótel Hallormsstað og áætlar fyrirtækið að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir á húsnæðinu strax í vetur.

Þetta kom allt fram í stöðuuppfærslu sem Þráinn setti inn á samfélagsmiðilinn Facebook í kvöld. Allt er þetta þó háð fyrirvörum, annarsvegar um fjármögnun kaupanna og hinsvegar samþykktum sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja.

„Þetta er ekki landað og þurrt eins og maður segir,“ segir Þráinn í samtali við Austurfrétt. „Það er komið samkomulag og á meðan samkomulagið gildir þá eru engar frekari viðræður. Ég er með fyrirvara um fjármögnun og sveitarfélögin með fyrirvara um samþykktir,“ segir Þráinn ennfremur.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs staðfesti við Austurfrétt að samþykkt kauptilboð liggi fyrir sem sveitarfélögin eigi eftir að staðfesta formlega. „Það liggur fyrir tilboð sem líklega verður lagt fyrir sveitarstjórnirnar. Það er eitt að ganga frá tilboði en það á eftir að staðfesta það formlega. Það hefur enginn umboð til að afgreiða það annar en sveitarstjórn,“ sagði Björn í samtali við Austurfrétt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.