Sjómenn veigra sér við að standa á réttindum sínum af ótta við að missa plássin

sverrir mar albertssonFramkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags segir sjómenn hrædda að leita réttar síns gagnvart útgerðum af ótta við að missa pláss sín þar.

Austurfrétt sagði fyrir helgi frá dómi héraðsdóms Austurlands þar sem útgerð smábáts var dæmd til að greiða sjómanni 4,4 milljónir í vangoldin laun og fyrir ólögmæta uppsögn.

Málið er hið þriðja í röðinni á stuttum tíma þar sem AFL aðstoðar sjómenn við að leita réttar síns og skilar sigri.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, segir sjómenn talsvert leita til félagsins en séu hikandi við að ganga alla leið.

„Menn eru einfaldlega mjög hikandi við að fara í hart gagnvart útgerðunum af ótta við að missa plássin sín."

Má þar nefna óánægju með ákvarðanir um fiskverð, veikindadaga og uppsagnarfrest. „Það eru dæmi um að menn hafi tekið sér frí vegna veikinda eða fjölskyldu en síðan ekki boðaðir til skips aftur."

Uppsjávarafli hefur verið með besta móti síðustu ár sem hefur skilað skipverjum góðum tekjum. „Þetta er þrælavinna en aflinn er góður og þeir, sem hafa verið á þessum skipum og bátum, hafa haft góðar tekjur."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.