Orkumálinn 2024

Sjómanni dæmdar 4,4 milljónir í vangoldin laun

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið útgerð til að greiða sjómanni á smábát 4,4 milljónir auk dráttarvaxta í vangoldin laun og fyrir ólögmæta uppsögn. Með dóminum er meðal annars staðfest að tiltekinn kjarasamningur bindur atvinnurekendur í tiltekinni grein eða starfssvæði óháð aðild að kjarasamningsgerð.

Skipverjinn krafði útgerðina um vangoldin laun í júlí og ágúst árið 2013 þar sem hann taldi sig ekki hafa verið boðaðan til skips eftir réttum leiðum, um leiðréttan hlut í aflahlutdeild samkvæmt kjarasamningi, um aukinn hlut þar sem hann hefði verið vélavörður og vegna ólögmætrar uppsagnar síðla október 2013. Alls fór sjómaðurinn fram á 9,5 milljónir frá útgerðinni.

Skipverjanum var sagt upp í október vegna þess sem útgerðin taldi ítrekuð brot á mætingaskyldum. Segja má að deilan hafi hafist fyrir alvöru þann 7. júlí árið 2013 þegar maðurinn mætti ekki til skips og sagðist hafa verið veikur.

Af honum fréttist hins vegar á leið á björgunarsveitaræfingu með hundinn sinn og sagðist hann hafa getað keyrt á milli staða þrátt fyrir veikindin. Hann fékk hins vegar áminningu.

Af hálfu útgerðarinnar er því haldið fram að tíu dögum síðar hafi hann verið boðaður til skips en ekki mætt. Síðan var hann ekki boðaður til skips aftur fyrr en í 24. ágúst og þá veitt önnur áminning.

Um miðjan október fékk hann loks helgarfrí til að fara í skírn gegn því að finna vanan mann í staðinn. Sá maður fannst en var tekinn í aðra stöðu um borð. Skipverjinn fann annan mann en sá var ekki samþykktur af útgerðinni. Var hann síðan boðaður til skips með stuttum fyrirvara en komst ekki. Eftir helgina var honum vikið frá störfum.

Dómurinn taldi skipverjann ekki hafa sannað forföll vegna veikinda en á móti væri ekki sannað að hann hefði verið boðaður í veiðiferð 17. júlí. Áminningin ætti sér því ekki stoð og því ætti hann rétt á vangoldnum launum í júlí og ágústmánuði.

Héraðsdómur taldi einnig að útgerðina hafa gefið manninum leyfi til að fara í skírnina og ekki verið heimilt til að stytta leyfi hans. Boða verði mann til skips með þeim fyrirvara að ætla megi að hann komist og það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. Þá sé það vinnuveitanda en ekki starfsmanns að útvegaafleysingamann. Dómurinn féllst ekki að maðurinn hefði brotið af sér í þessu tilfelli, hvað þá svo alvarlega að það varðaði brottvikningu.

Dómurinn féllst því á að brottvikningin væru ólögmæt og dæmi manninum vangoldin laun á uppsagnarfresti.

Í þriðja lagi hafnaði dómurinn túlkunum útgerðarinnar á kjarasamningum sem reiknaði hlut skipverjans út frá 70% af aflaverðmæti og taldi útreikningana eiga að byggja á heildaraflaverðmæti. Í dómsorði segir að þrátt fyrir að útgerðin eigi ekki aðild að Landssambandi smábátasjómanna bindi sá kjarasamningur atvinnurekendur í viðkomandi starfsgrein eða starfssvæði óháð aðild.

Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu skipverjandi um laun sem vélavörður. Það væri ekki skilgreind staða hans í ráðningarsamningi og tveir launaseðlar dygðu því ekki til staðfestingar.

Útgerðin var dæmd til að greiða manninum 4,4 milljónir auk dráttarvaxta og 450.000 krónur í málskostnað, að frádregnum 1,2 milljónum. 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.