300 tonna safn flyst á Breiðdalsvík

bdalsvik hh1Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu til að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) frá Akureyri til Breiðdalsvíkur. Verkefnastjóri segir það lyftistöng fyrir byggðarlagið að fá safnið.

„Það er ekki amalegt að fá safn sem hýsir jarðfræðisögu Íslands," segir Sif Hauksdóttir, verkefnastjóri Breiðdalshrepps.

„Safnið skapar 1-2 ný störf auk þess sem það styrkir stoðir Breiðdalsseturs. Við teljum því mikla lyftistöng að fá það til okkar."

NÍ hefur það lögboðna hlutverk að varðveita borkjarna sem falla til við jarðboranir enda eru þeir nauðsynlegir við jarðvísindarannsóknir. Safnið hefur verið hýst í leiguhúsnæði á Akureyri sem er orðið of lítið og það hefur takmakað aðgengi að kjörnunum.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að með flutningi safnsins til Breiðdalsvíkur komist safnið í viðunandi húsnæði um leið og leigukostnaður lækki.

Til stendur að hýsa safnið í gamla sláturhúsinu á Breiðdalsvík. Það er í eigu einkaaðila en í samtali við Austurfrétt sagði Sif að samningar um kaup hreppsins á húsinu væru á lokastigi. Safnið mun taka mest allt húsið en einnig stendur til að geyma slökkvibíl hreppsins þar.

Safnið verður flutt þegar samningarnir liggja fyrir. Það verður mikið verk enda vegur safnið alls yfir 300 tonn og styrkur ríkisins er sérstaklega ætlaður í það.

Hugmyndir eru uppi um að flytja það sjóleiðina frá Akureyri til Reyðarfjarðar en síðan þarf 5-6 vöruflutningabíla með tengivagn til að draga það síðustu kílómetrana.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að Austurland sé þekkt fyrir hversu margar fjölbreyttar tegundir íslensks grjóts sé þar að finna og mörg steinasöfn opin almenningi. Borkjarnasafninu sé ætlað að styrkja sérstöðu fjórðungsins að þessu leyti.

Safnið er fyrst og fremst ætlað vísindamönnum og öðrum sem þurfa aðgengi að borkjörnum til rannsókna.

Framundan er að skrá safnið, búa betur um það og taka við fleiri kjörnum eftir því sem þeir berast.

Breiðdalssetur er jarðfræðisetur og upplýsingaveita fyrri íslenska jarðfræði. Þar starfa tveir jarðfræðingar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.