Verslunarmenn í AFLi samþykktu verkfall

afl raudir hnefar vor2015Ríflega 82% þeirra sem greiddu atkvæði í verkfallsboðun verslunarmannadeildar AFLs samþykktu verkfallsboðun. Verkfallið er boðað í samræmi við verkfall VR og fleiri félaga.

Verkfallið verður í áföngum. Fyrst verður fjögurra sólarhringa verkfall hjá hópferðafyrirtækjum 28. – 31. maí.

Í kjölfarið fylgja starfsmenn hjá hótelum, gististöðum og baðstöðum 30. maí – 1. júní, í flugafgreiðslu 31. maí – 3. júní, hjá skipafélögum og matvöruverslunum 2. júní – 5. júní og loks olíufélögum 4. – 5. júní.

Síðan hefst ótímabundið allsherjarverkfall á miðnætti 6. júní. Kjörsókn var 33%.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.