Skólahald á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sameinað næsta haust?

forseti stodvarfjordur 0029 webBæjarráð Fjarðabyggðar leggur til að skólahald á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði verði sameinað frá og með næsta hausti. Starfsstöðvar verði á báðum stöðunum.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins frá í gær en tillagan er hluti af vinnu við verkefnið Fjarðabyggð til framtíðar.

Samkvæmt tillögu bæjarráðs verður skólahaldið sameinað í Skólamiðstöð Suðurfjarða strax í haust.

Gert er ráð fyrir að tveir skólastjórar verði ráðnir við grunn- og leikskólahlutann á Fáskrúðsfirði í sumar en báðar stöðurnar eru lausar. Skólastjórnun á Stöðvarfirði haldist óbreytt.

Skólastjórarnir þrír eiga að vinna náið saman sem faghópur innan miðstöðvarinnar, þvert á skólastigin. Gert er ráð fyrir að 0,3 stöðugildi sparist í stjórnun við sameininguna.

Fræðslustjóra og bæjarstjóra hefur verið falið að vinna að nánari útfærslu sameiningar auk þess sem óskað hefur verið umsagnar fræðslunefndar og fræðslu – og skólaráða.

Í skýrslu Ingvars Sigurgeirssonar um skólamál í Fjarðabyggðar var hvatt til þess að skoða sameiningu grunn- og leikskólans á Fáskrúðsfirði. Hann hvatti einnig til að skoða aukna samvinnu milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.

Í tillögunum er skólastjórunum ásamt fræðslustjóra falið að vinna að nánari samstarf við Breiðdalshrepp með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla.

Bæjarráðið óskar einnig eftir að fræðslunefndin ræðu aukna samkennslu í tónskólum Fjarðabyggðar með hagræðingu að markmiði í samræmi við tillögur Ingvars. Stefnt verði að fundi með stjórnendum og starfsmönnum tónskólanna til að ræða samkennslu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.