Harma að ekki sé ríkari vilji til að tengja saman byggðir með samgöngubótum

malbikun fagridalur juli14Landshlutasamtök sveitarfélaganna hafa áhyggjur af því að ekki sé veitt meira fjármagni í samgöngur í áætlun fyrir árin 2014-2018 en raun ber vitni. Innanríkisráðherra lagði áætlunina fram á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.

Þetta kemur fram í áskorun frá vorfundi framkvæmdastjóra og formanna samtakanna en fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi sátu fundinn.

Alþingi mun líklega veita afbrigði frá dagskrá til að málið geti fengið meðferð á vorþingi en í ályktuninni er harmað hversu seint það kemur fram.

Vakin er athygli á erfiðri stöðu í samgöngumálum, ekki sé gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í ár og ekki hafi verið tekið á margra ára uppsöfnuðum skuldavanda í þjónustunni.

Hækkun fjárheimilda til málaflokksins á tímabilinu er óveruleg sem samtökin segja þýða „áframhaldandi ófremdarástand." Niðurstöðunni er lýst sem vonbrigðum þar sem mikilvægu samganga hafi aldrei verið meira.

Bent er á aukna vöruflutninga, fjölgun ferðamanna, stækkun atvinnusvæða og aðgang að heilbrigðisþjónustu í því samhengi.

Sérstaklega er vakin athygli á mikilvægi samgangna fyrir áherslur í byggðaþróun og vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að unnið verði að samgöngubótum með áherslu á tengingu byggða.

„Landshlutasamtökin harma að ekki sé ríkari vilja að finna í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára til að ná þessu markmiði.

Óhætt er að fullyrða að enginn einn málaflokkur sé jafn mikilvægur fyrir landsmenn alla. Samtökin skora því á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja stóraukið fjármagn til samgöngumála."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.