Sumargjöf til íbúa Djúpavogshrepps

djupivogur mai14Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur lengi lagt áherslu á verndun náttúrunnar. Íbúar eiga von á sérstakri sumargjöf í þeim anda í vikunni.

Sveitarfélagið er meðlimur í Cittaslow-hreyfingunni eins og mörgum er kunnugt, sem þýðir að það er unnið að stöðugri uppbyggingu á samfélaginu í hreinu, öruggu og uppbyggilegu umhverfi.

Í ljósi þessarar stefnu Djúpavogs hvetur bæjarfélagið nú íbúa að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndunnar í samfélaginu og verður öllum heimilum í hreppnum gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf.

Á heimasíðu Djúpavogs segir: „Kostnaður sveitafélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í samfélaginu. Flokkum, endurnýtum, minnkum sorp og spörum fé.“

Taupokinn, sem dreift verður í vikunni, er mun sterkari en plastpoki og hentar því vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús á Djúpavogi á miðvikudag, en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Einnig verður hægt að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.