Orkumálinn 2024

Fleiri farþegar með í fyrstu ferð Norrænu en áður

norronaUm 350 farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun í fyrstu farþegaferð ársins. Ferjan er fyrr á ferðinni en áður og fleiri með í fyrstu ferð en áður.

„Það stefnir í mikið ár, þetta er töluvert meira en ég hef áður séð með fyrstu ferð," segir Árni Elísson, tollvörður á Seyðisfirði.

Ferjan er einnig viku fyrr á ferðinni en venjulega og hefur ekki áður staðið í farþegaflutningum til Íslands í marsmánuði.

Norræna lagðist að bryggju klukkan níu í morgun með 350 farþega og 80 farartæki, þar af þrjár rútur. Í ljósi versnandi veðurspár seinni partinn hafa flestir farþeganna haldið sig á Seyðisfirði í dag. Rútufarþegarnir hyggja ekki á skoðunarferðir víðar fyrr en á morgun.

En það eru ekki bara rútur fullar af farþegum sem komu í morgun heldur einnig tómar rútur. Algengt er að íslensk rútufyrirtæki flytji nýja bíla til landsins með ferjunni en 5-6 slíkar komu með í morgun.

Eins er töluvert af fragt með ferjunni, bæði til landsins og frá því aftur á morgun en Norræna fer klukkan átta annað kvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.