Orkumálinn 2024

Ekkert ákveðið um útibú sparisjóðsins á Breiðdalsvík og Djúpavogi

djupivogur mai14Ekkert hefur enn verið ákveðið um framtíð útibúa Sparisjóðs Vestmannaeyja á Breiðdalsvík og Djúpavogi eftir að Landsbankinn yfirtók sjóðinn í gær eftir áhlaup innistæðueigenda.

„Fólk frá okkur hefur farið á alla staði og rætt við starfsfólkið. Við erum að skoða stöðuna og meta en það er ekkert komið í ljós um hvað verður," sagði Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans í samtali við Austurfrétt í dag.

Hann var þá staddur ásamt öðrum yfirmönnum bankans í Vestmannaeyjum að skoða aðstæður. Hann benti á að Landsbankinn og Sparisjóðurinn væru báðir með útibú á Höfn og Selfossi en þannig yrði ekki áfram.

„Síðan er spurning við gerum á Breiðdalsvík og Djúpavogi en það hafa engar ákvarðanir verið teknar varðandi starfsmannafjölda eða annað."

Þar starfa alls samtals sjö starfsmenn, fjórir á Djúpavogi og þrír á Breiðdalsvík.

Sparisjóður Vestmannaeyja keypti Sparisjóð Hornafjarðar og nágrennis sumarið 2006 en hafði átt hlut í honum nokkuð lengur. Þá hafði Sparisjóður Hornafjarðar átt í töluverðum erfiðleikum nánast samfleytt frá aldamótum.

Sparisjóður Hornafjarðar var stofnaður árið 1991 en bætti fljótt við afgreiðslu á Djúpavogi. Árið 2006 var útibú opnað á Breiðdalsvík og stækkað á Djúpavogi. Útibúin tvö voru undir útibúinu á Höfn.

Húsnæðið á báðum stöðum tilheyrði áður Landsbankanum en Sparisjóðurinn keypti þau árið 2006. Um leið hætti Landsbankinn starfsemi á báðum stöðum.

Landsbankinn er í dag með útibú á Vopnafirði, Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað. Útibúum á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði hefur verið lokað á síðustu árum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.