Ferðaþjónustan stærsta gjaldeyrisskapandi grein þjóðarinnar

skapti orn olafsson webAðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) fer fram á Egilsstöðum í dag, en yfirskrift fundarins er „Tækifærin liggja á landsbyggðinni".

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF, segir það enga tilviljun að fundurinn sé haldinn á Héraði.

„Það er mikil uppbygging í ferðaþjónustu á Austurlandi. Með því að halda fundinn hér erum við að undirstrika að tækifærin liggja á landsbyggðinni, hvert sem litið er. Hér er margt að skoða og upplifa og við finnum að heimamenn hafa mikla trú á greininni," segir Skapti Örn.

Skapti Örn segir ferðaþjónustuna standa á tímamótum og stóru málin verði til umræðu á fundum dagsins. „Ferðaþjónustan er nú orðin stærsta gjaldeyrisskapandi grein þjóðarinnar og hefur þá skotið sjávarútvegi og iðnaði ref fyrir rass, þó svo að þessar greinar geti allar unnið saman. Tækifærin eru óteljandi. Í fyrra voru 96% allra nýrra starfa í ferðaþjónustu, eða 2700 störf af 2800. Við viljum að stjórnvöld veiti þessari stóru atvinnugrein meiri gaum.

Það er magnað að koma hingað á Hérað, en veðurguðirnir og heimamenn hafa tekið sérstaklega vel á móti okkur. Á morgun munum við flakka um firðina og enda í Fjarðabyggðahöllinni á sýningunni Austurland að Glettingi. Til marks um kraftinn í fjórðungnum eru um og yfir 40 ferðaþjónustuaðilar sem munu taka þátt í henni, kynna sig og sína starfsemi. Mig langar að hvetja alla sem geta til þess að mæta í höllina á morgun og kynna sér austfirska ferðaþjónustu."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.