Dvergkind á Sléttu: Er svo ánægð með hana og hún má vera eins lengi og hún tórir - myndir

Dvergkind staerdarmunurað er ekki á hverjum degi að maður heyrir um dverglömb. En á dögunum barst Austurfrétt ábending um að eitt slíkt væri að finna á bænum Sléttu í Reyðarfirði. Blaðamaður var ekki lengi að setja sig í samband við bændur á staðnum til að fá að vita meira um lambið sem að öllu jöfnu er kallað Dvergurinn.

„Dvergurinn fæddist 2012 og verður þriggja vetra núna í vor svo hún er ekki lamb lengur. Hún er dvergkind, flekkótt og falleg. Þegar hún fæddist komst hún fyrir í lófa manns, hún var svo lítil. Hún var mjög fótastutt en hún var mjög dugleg að fara á spena og við þurftum ekkert að hafa fyrir henni. Það sást samt alltaf hvað hún var pínulítil,“ segir Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi á Sléttu og starfsmaður Lyfju á Reyðarfirði.

Dvergurinn bar gimbur

Vorið leið og Dvergnum var sleppt ásamt hinu fénu. „Það gerðu margir gerðu grín að því að hún myndi ekki koma aftur, að hún myndi bara týnast í buskanum sökum smæðar. En öllum að óvörum skilaði hún sér heim um haustið.
Svo gerist það í byrjun september í fyrra að við erum með gesti í sunnudagskaffi þegar einn gesturinn bendir út um gluggann og spyr: „Hvað er að koma þarna niður melinn?“ Og þegar betur var að gáð var þetta Dvergurinn að koma niður melinn fyrir utan bæinn með pínulítið lamb sem hún bar sjálf. Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu, en hún fæddi gimbur sem er ennþá hjá henni.“

Í góðu yfirlæti

Og hvernig dafna ærnar? „Dvergurinn er enn rosalega lítil og gimbrin er bara pattaraleg, nánast orðin eins stór og móðirin. En hún er stuttfætt svo það gæti verið að hún sé líka dvergur. Það er líka búið að gera óspart grín að því að ég sé núna farin að rækta einhver dverglömb,“ segir Dagbjört og hlær.

„En mæðgurnar eru voða fallegar og eru í góðu yfirlæti í stíu í fjárhúsunum. Dvergurinn var svo sett með hrútunum í desember svo hún er nú með lambi. En hún er búin að standa sig svo vel. Hún hefur samt ekkert stækkað og er nánast eins og þegar hún var lítil en hún er dugleg að éta. Ég er svo ánægð með hana og ég er ákveðin í því að leyfa henni að vera eins lengi og hún tórir,“ segir Dagbjört að lokum.

Mynd 1: Hér sést stærðarmunirinn greinlega þegar Dvergurinn stendur hjá fullvaxinni kind.
Mynd 2: Hér er Dvergurinn pínulítið lamb með mömmu sinni.
Mynd 3: Dvergurinn nýkomin niður melinn með lambið sitt.
Mynd 4: Flekkót og falleg.
Dvergkind P4160011
Dvergkind med lamb
Dvergkind

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.