Austfirskar björgunarsveitir á leið upp á Vatnajökul til bjargar gönguskíðamönnum

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webAustfirskar björgunarsveitir eru lagðar af stað inn á Vatnajökul til aðstoðar tveimur erlendum gönguskíðamönnum sem óskað hafa eftir hjálp. Þeir neituðu að koma niður af jöklinum á þriðjudag þrátt fyrir að hafa verið upplýstir um slæma veðurspá.

„Það eru þrír bílar farnir af stað frá okkur og við erum að útbúa snjóbíla líka. Það er kolvitlaust veður þarna uppi og aðgerðin getur tekið tíma," segir Guðjón Már Jónsson úr svæðisstjórn Landsbjargar á Austurlandi.

Ferðamennirnir eru 35 km inn á Vatnajökli, beint ofan Skálafellsjökuls. Austfirsku bílarnir fara inn hjá Snæfelli og síðan upp Brúarjökul. Einnig hafa verið ræstir út bílar frá Björgunarfélagi Hornafjarðar sem fara upp Skálafellsjökul.

Guðjón segir lítið vitað um hagi mannanna. Tjald þeirra er fokið en ekkert virðist enn ama að þeim og þeir eru í fjarskiptasambandi.

Í frétt RÚV kemur fram að þriðji maðurinn í hópnum hafi verið sóttur á þriðjudag þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hinum tveim var bent á að von væri á vonskuveðri en þeir vildu samt ekki koma með.

Mynd: Nikulás Bragason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.