Austfirðingar í Afríku

aron og ugniusDjúpavogsbúinn Aron Daði Þórisson er á ferðalagi um Afríku um þessar mundir og hefur verið mestan part þessa árs. Þar hefur hann ferðast með öðrum Djúpavogsbúa, eða réttara sagt Hamarsdælingi, honum Ugniusi Hervar Didziokas.

Þeir félagar hafa ferðast vítt og breitt um Afríku og eru þeir nú staddir í Kamerún. Aron hyggst senda pistla af ferðasögum sínum á vef Djúpavogs þar sem hægt verður að fylgjast með ævintýrum félagana og sjá myndir.

Fyrsti pistillinn birtist fyrir skemmstu þegar ferðafélagarnir voru staddir í Benin í Afríku en þar er meðal annars hægt hlusta á hljóðskrá sem inniheldur brot úr messu sem þeir félagar sigldu framhjá á mótorbát.

Áhugasamir geta fylgst með ferðum strákana á undir heitinu, Aron í Afríku undir innlent efni á vef Djúpavogs. Fyrsta pistilinn má líka lesa með því að smella HÉR.

Mynd: Aron Daði og Ugnius Hervar. / Af bloggi Arons.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.