Sex sóttu um starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps

vopnafjordur 02052014 0004 webSex umsóknir bárust um starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps sem auglýst var laust fyrir skemmstu. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum í síðustu viku að bjóða Baldri Kjartanssyni starfið.

Auglýst var eftir einstaklingi með reynslu af störfum við reikningshald og bókhald auk þekkingar á fjárhagsupplýsingarkerfum.

Eftir að allir umsækjendur höfðu verið kallaðir í viðtal var það niðurstaða að ráða Baldur sem starfað hefur hjá Landsbankanum.

Í bókun hreppsnefndar kemur fram að hann hafi víðtæka reynslu í stjórnun, starfsmannahaldi og bókhaldsvinnu. Baldur hefur lokið B.S. prófi í viðskiptafræði frá viðskipta – og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Alls sóttu sex um starfið en þeir voru:

Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, Vopnafirði
Baldur Kjartansson, Vopnafirði
Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Vopnafirði
Borghildur Sverrisdóttir, Vopnafirði
Harpa Wiium Guðmundsdóttir, Vopnafirði
Steingrímur Hólmsteinsson, Kópavogi

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.