Orkumálinn 2024

Fólk er enn að stelast í Selárlaug utan opnunartíma: Mér finnst þetta ömurlegt

olafur sundlaug selardal 1Selárlaug hefur lengi verið einn af gimsteinum Vopnafjarðar. Lengi vel var aðgengi að lauginni allan sólarhringinn allan ársins hring, en það breyttist á síðasta ári þegar gerðar voru breytingar bæði á húsnæði og rekstri sundlaugarinnar þar sem hún uppfyllti engan vegin kröfur heilbrigðiseftirlitsins. Flestum hefur gengið vel að aðlagast þessum breytingum, en þó eru enn óprúttnir aðilar sem eru enn að lauga sig utan opnunartíma.

„þetta er eiginlega of mikið. Hversu lítið sem það er er það of mikið. Hér var til dæmis fólk um síðustu helgi og það Það pirrar mann þegar menn eru að skilja eftir glös, dósir og flöskur. þetta er út um allt. Svo lokar fólk ekki einu sinni hliðinu á eftir sér. Mér finnst þetta ömurlegt,“ segir Ólafur Björgvin Valgeirsson. Sundlaugarvörður í Selárlaug.

Er á undanþágu

Selárlaug er á undanþágu, en til að hún uppfylli öll skilyrði og reglugerðir þarf að reisa mannhelda girðingu allt í kringum hana.
„Hún er ekki komin þessi girðing, en við erum á undanþágu til 1. júní á þessu ári til að reisa hana, annars fáum við ekki rekstrarleyfi. En undanþágan byggist náttúrulega á því að fólk er ekki að æða í laugina utan gæslu. Ég get svo sem vel tekið undir það að fólk sé ekkert ánægt með það hvernig opnunartíminn er, það er bara eðlilegt. En svona eru reglurnar. Það er líka skammdegið sem ræður þessum opnunartíma svolítið. Það er engin lýsing í húsin og þess vegna er þetta sett svona upp.“

Gæti lokað 

En er fólk ekki smeykt við myndavélarnar? „Svo virðist ekki vera af myndunum að dæma. En þeir sem heimsækja laugina sjást á mynd og mega þeir vænta þess að að samband verði haft við þá. Ég geri samt lítið annað en að láta vita af þessu. Ég vil samt vara menn við. Undanþágan sem við höfum fyrir lauginni þar til 1. júní byggist alfarið á því að ekki sé verið að nota laugina fyrir utan gæslu. Ef við ætlum að taka þetta alvarlega þá verðum við að virða þær reglur. Ef einhverjum mundi detta í hug að gera eitthvað í málinu þá gæti laugin allt eins verið lokuð og tæmd, og þá er ekki vatn í neinu og ekki í neitt að stelast. Og eins og áður hefur komið fram þá skil ég það ef fólki finnst opnunartíminn stuttur. En sá opnunartími er samt 100% betri en enginn opnunartími,“ segir Ólafur að lokum

Selárlaug opin virka daga milli kl. 10:00-12:00 og um helgar 12:00-16:00.

Mynd: GG

olafur sundlaug selardal 2


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.