Orkumálinn 2024

Nýr tómstunda- og forvarnafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði

Adda steinaAdda Steina Haraldsdóttir hefur verið ráðin tómstunda- og forvarnafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði og hóf hún störf um miðjan janúar.

Hér er að hluta til um nýtt starf að ræða hjá sveitarfélaginu, en auk þess að hafa umsjón með Vegahúsinu ungmennahúsi, mun tómstunda- og forvarnafulltrúi vinna að forvörnum barna og ungmenna á breiðum grunni, hafa samstarf við félagsmiðstöðvar og grunnskóla sveitarfélagsins um frístundastarf og forvarnir, og starfa með ungmennaráði.

Adda Steina var forstöðumaður Frístundaklúbbsins Hofið frá janúar 2013, en starfaði við félagsmiðstöðina Öskju frá 2007 til 2013. Hún hefur einnig unnið sem ráðgjafi í verkefnum hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún er þroskaþjálfi að mennt.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.