Orkumálinn 2024

Launafl: Tryggingagjaldið bítur í

asgeir asgeirsson launafl jan15Fjármálastjóri Launafls segir að tryggingagjald leggjast af miklu afli á meðalstórt fyrirtæki á landsbyggðinni eins og Launafl. Fjármunir sem fari í tryggingagjaldið nýtist ekki í frekari uppbyggingu fyrirtækisins á meðan.

Þetta kom fram í máli Ásgeirs Ásgeirssonar, fjármálastjóra Launafls, á skattadegi Deloitte í síðustu viku.

Ásgeir benti þar á að tryggingagjaldið, sem lagt er á laun og mótframlag, hafi hækkað úr 5,34% þegar Launafl hóf starfsemi árið 2007 í 7,59% í fyrra. Það hafi töluverð áhrif á fyrirtækið.

„Þetta virka ekki miklar tölur, 2-3 prósentustig en hlutfallslega er þetta 40% hækkun. Það er nokkuð reffilegt," sagði Ásgeir.

Hann sagði að undanfarin fimm ár hefði Launafl borgað 120 milljónum króna meira heldur en ef gjaldið hefði haldist óbreytt.

„Ég ætla ekki að taka undir neinn grátkór en þetta gjald bítur í, sérstaklega hjá fyrirtæki eins og Launafli þar sem laun eru langstærsti gjaldaliðurinn. Fjárfestingar og fleira er sett í bið á meðan."

Ásgeir benti á að tryggingagjaldið væri gjarnan notað til að fjármagna bætur og úrræði fyrir atvinnulausa. Undanfarin ár hefði atvinnuleysið minnkað en gjaldið haldist óberytt. „Það er stundum sagt að allt sem fer upp komi niður en það virðist hætt að gilda um skattana."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.