Sálræn eftirköst áfalla - samstöðufundur fyrir íbúa á Djúpavogi og Breiðdalsvík

djupivogur 280113 0018 webRudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá miðstöð áfallahjálpar af bráðasviði LSH í Fossvogi, verður á Djúpavogi í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag.

Tilgangurinn er að halda samstöðufund fyrir íbúa á Djúpavogi og Breiðdalsvík sem og alla viðbragðsaðila á svæðinu, svo sem slökkvilið, sjúkraflutningamenn, Rauða krossinn, slysavarnarfélagið og fleiri.

„Það er ekki lítið búið að dynja á þessum stöðum undanfarin fjögur, fimm ár ár og við ætlum að fara yfir hvað við getum gert til að hjálpa okkur í þessu litla samfélagi og hvaða úrræði eru í boðið, og hvað úræði við getum nýtt okkur og hvernig við getum virkjað litlu samfélögin, því við erum ekki alveg úrræðalaus. Þetta er ekki sorgarfundur, heldur jákvæður samstöðufundur fyrir okkur,“ segir Berta Björg Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri heilsugæslunnar á Djúpavogi og Breiðdalsvík í samtali við Austurfrétt

Dagskráin verður þannig að Rudolf mun halda sameiginlegan fund fyrir íbúa Djúpavogshrepps og Breiðdalshrepps þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30 í Djúpavogskirkju. Sá fundur mun bera yfirskriftina Sálræn eftirköst áfalla - leiðbeiningar og úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra.

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:00 mun Rudolf vera með sameiginlegan fund fyrir starfsfólk Djúpavogsskóla.

Sama dag, kl. 16:00, mun svo vera haldinn fundur fyrir alla viðbragðsaðila á Djúpavogi og Breiðdalsvík.

Hann mun þá stikla á ýmsum þáttum í starfi viðbragðshópa og þjappa þessum góða hópi enn betur saman. Farið verður sérstaklega yfir viðranir af ýmsum toga í kjölfar tiltekinna atriða og margt fleira sem nýtist starfinu.

Fundurinn er ætlaður íbúum Djúpavogs og Breiðdalsvíkur og öllum viðbragðsaðilum af sama svæði. „Ég byrjaði að vinna í þessu verkefni í mars og fékk strax frábær viðbrögð frá samfélaginu. Og vegna styrkja frá sveitafélögunum og hinum ýmsu félagssamtökum er frítt fyrir alla á þessi námskeið. Ég finn líka mikla samheldni og bara til að nefna dæmi, þá bauð ein mamman í þorpinu öllum börnum að koma heim til sín að föndra eftir hádegi á morgun þar sem skólarnir verða lokaðir á meðan kennararnir sækja námskeiðið. Þetta er æðislegt. Eins er kvenfélagið og félag eldri borgara búið að setja á laggirnar laufabrauðsnámskeið fyrir krakkana. Ég þurfti ekki að biðja um þetta. Þetta var algerlega að þeirra frumkvæði. Ég er rosalega glöð með þetta allt. Þetta loksins orðið að veruleika og þetta verður svo gaman, jákvætt og gott ,“ segir Berta að lokum


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.