Ætla að bólusetja fá á öllum bæjum í Héraðshólfi við garnaveiki

lombMatvælastofnun ætlar að leggja til að skylt verði að bólusetja ásetningslömb og vetur gamalt fé á öllum bæjum í Héraðshólfi til að verja það gegn garnaveiki og hindra útbreiðslu hennar. Veikin greindist nýverið á tveimur bæjum í hólfinu.

Veikin greindist á bæ í Hróarstungu í byrjun mánaðarins og í framhaldinu var útbreiðslan könnuð frekar. Tekin voru sýni í kindum á bæ á Jökuldal og voru 10% þeirra jákvæð.

Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að takmarka bólusetninguna við Hróarstungu en eftir að ljóst var að veikin væri víðar gerði héraðsdýralæknir tillögu um að bólusett yrði í öllu hólfinu.

„Þetta er óyggjandi svar og þar sem veikin hefur breitt úr sér getum við ekki sagt að samgangur sé heftur," segir Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir á Austurlandi.

Hólfið er á milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Bólusetja þarf á um 50 bæjum og það á að gera fyrir mánaðarmót til að koma í veg fyrir að aðgerðin hafi áhrif á fengitíð.

Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér fyrir helgi segir að líklegt sé að veikin sé til staðar á fleiri bæjum í hólfinu en ekki er hægt að ganga fullkomlega úr skugga um það með blóðprufum úr lifandi dýrum.

Öruggasta eftirlitið er að bændur fylgist vel með fénu og sendi sýni til rannsóknar á Tilraunastöðina á Keldum, úr kindum sem drepast eða er lógað vegna vanþrifa.

Stofnunin mun mæla við því við ráðuneyti landbúnaðarmála að framvegis verði skylt að bólusetja öll ásetningslömb í hólfinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.