Tónlistarkennarar: Getum ekki selt það sem við höfum ekki

tonlistarkennarar motmaeli rfj 20112014 2 rsTónlistarkennarar í Fjarðabyggð segjast hafa fengið blendin skilaboð frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir mótmælagöngu í gær. Þeir segja sveitarfélögin ekki bjóða raunverulegar launahækkanir.

„Þetta gekk vel og það bættust sífellt fleiri í hópinn," segir Gillian Haworth, skólastjóri Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.

Hún áætlar að yfir sextíu manns hafi slegist í lið með tónlistarkennurum sem fóru í mótmælagöngu fyrir fund bæjarstjórnarinnar í gær.

Hún segir viðbrögð bæjarstjórnarinnar hafa verið „bland í poka." Meirihlutinn hafi skýlt sér á bakvið samninganefndina en minnihlutinn veitt „mikinn og góðan stuðning." Þar hafi komið fram efi um getu samninganefndar sveitarfélaganna til að ná samningum þar sem verkfall kennaranna hefur staðið í rúmar fjórar vikur.

Það mun standa eitthvað lengur þar sem forsvarsmenn tónlistarkennara höfnuðu í dag samningstilboði sem samninganefnd sveitarfélaganna lagði fram í gær. Ekki verður fundað aftur fyrr en á mánudag.

Tónlistarkennarar hafa krafist launahækkana til jafns við aðra kennara undanfarin misseri. Sveitarfélögin hafa á móti farið fram á breytingar á vinnu tónlistarkennara í líkingu viðaðra kennara.

Gillian segir það erfitt. „Við getum ekki selt það sem við höfum ekki, svo sem aldursafsláttinn. Sveitarfélögin vilja stytta skólaárið sem þýðir fleiri vinnutíma í hverri viku. Meiri vinna er ekki launahækkun."

Hún lýsir stöðunni sem „mjög dapurlegri. Mér sýnist að samfélagið verði að setja pressu á stjórnmálamennina um að semja."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.