Vonast til að verkfall tónlistarkennara fari að leysast

tonlistarkennarar motmaeli rfj 20112014 rsForseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vonast til að verkfall tónlistarkennara fari að leysast en það hefur staðið í yfir fjórar vikur. Tónlistarkennarar á Austurlandi efndu til mótmælagöngu við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar fyrir bæjarstjórnarfund í gær.

„Við vonumst til að þetta fari að hnikast í rétta átt. Önnin er svo gott sem farin en þetta hefur áhrif á félagslíf í skólum og menningarlíf á minni stöðum.

Þetta er ekki bara tónskóli heldur stór partur af menningarlífinu á svæðinu," sagði Jón Björn í samtali við Austurfrétt í dag en forsvarsmenn bæjarstjórnarinnar ræddu við mótmælendur í gær.

Hann minnir hins vegar á að tvo þurfi til að leysa verkfallið. Tónlistarkennarar hafi farið fram á sambærileg laun og aðrir kennarar en sveitarfélögin vilji nálgast samningana á sama hátt og við aðra kennara fyrr á árinu þar sem skipt hafi verið á vinnueiningum. Á það hafi kennararnir ekki fallist.

Samninganefnd sveitarfélaga lagði fram nýtt tilboð í gær en ekki hafa borist viðbrögð við því frá samninganefnd tónlistarkennara.

Ekki náðist í talsmenn austfirskra tónlistarkennara við vinnslu fréttarinnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.