Orkumálinn 2024

„Austurlands Designs from Nowhere“ tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands

HonnunarverdlaunHönnunarverðlaun Íslands 2014 verða afhent í fyrsta skipti í dag. Af 100 tilnefningum valdi dómnefnd fjögur sigurstranglegustu verkin úr hópi þeirra. Eitt þeirra er er verkefnið „Austurlands Designs from Nowhere“

„Austurlands Designs from Nowhere“ snýst um að kanna möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi þar sem notast er við staðbundinn hráefni og þekkingu. Pete Collard og Karna Sigurðardóttir áttu fumkvæði að verkefninu en hönnuðurnir Þórunn Árnadóttir, Gero Grundman, Max Lamb og Julia Lohmann þróuðu sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austurfjörðum, með því að tengja saman á óvæntan hátt mannauð, staði og hráefni varð til áhrifaríkt samstarf þar sem nýir hlutir urðu til.

„Það er fyrst og fremst yndislegt að fá viðurkenningu fyrir unnin störf. Svo er það mikill heiður þar sem þetta eru fyrstu hönnunarverðlaunin að eiga aðild að einu af þeim fjórum verkefnum sem eru tilnefnd. Þetta er mjög gaman,“ segir Karna Sigurðardóttir, verkefnastjóri verksins og kvikmyndaleikstjóri.

Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Verðlaunin eru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna sem veitt eru af Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.

Tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir verkefnið. „Þegar maður er með svona verkefni í höndunum þá er hvert skref sem maður kemst lengra mikilvægt, því við erum alltaf að byggja á því sem við höfum gert áður. Tilnefningin ein og sér er því mikil viðurkenning.En ég er svo sem ekkert búin að hugsa út í það ef við mundum vinna. En það mundi þýða að við getum haldið keik áfram.  En ég er komin til Reykjavíkur og ég er glöð og mjög spennt fyrir deginum,“ segir Karna að lokum

Verðlaunaafhending fer fram í Kristalsal þjóðleikshúsin kl. 17 í dag.

Skoðað þá sem eru tilnefndir HÉR.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.