Farið yfir árfarvegi eftir vatnavexti

pall bjorgvin gudmundsson 2014 skoriFramkvæmdasvið Fjarðabyggðar undirbýr nú úttekt á stöðu árfarvega í sveitarfélaginu. Dæmi eru um að flætt hafi inn í hús í miklum vatnavöxtum í síðustu viku.

„Það hafa verið hér gríðarlegar rigningar og hlýindi. Þeim hafa fylgt leysingar því það var búið að snjóa í fjöll og þetta hefur orðið til þess að ár og lækir hafa vaxið mikið," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Bæjarráð ákvað í byrjun vikunnar að fela framkvæmdasviði að ráðast í úttektina og meta hvar þurfi að bregðast við, til dæmis með dýpkun.

„Við höfum haft spurnir af því að vatn hafi farið inn í hús og teljum fulla ástæðu til að fara yfir hvort fara þurfi inn í árfarvegi."

Sveitarfélagið stendur þó ekki eitt að málinu því haft verður samstarf við fleiri aðila, svo sem Vegagerðina. „Við búum í fjörðum þar sem er mikið af lækjum og litlum ám sem geta vaxið."

Hann segir hættumat, til dæmis vegna aurflóða, liggja fyrir á flestum stöðum en bæjarráðið hafi samt kosið að láta fara yfir stöðuna.

Dregið hefur úr rigningunni í vikunni og er vatnið því víðast hvar sjatnað.

„Tíðin hefur verið óvenjuleg. Í fyrra var búið að opna skíðasvæðið á þessum tíma en þar er enginn snjór núna."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.